Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Litla kaffistofan opnar á ný í ágúst

24.07.2021 - 22:15
Litla kaffistofan
 Mynd: RÚV - Skjáskot
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við lyklum að Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg.

Kaffistofan hefur verið lokuð frá því um miðjan mánuð þegar eigendur staðarins hættu rekstri og leit þá út fyrir að ríflega sextíu ára sögu Litlu kaffistofunnar væri lokið.

Í færslu á Facebook kemur hins vegar fram að nýir eigendur hafi keypt reksturinn. Mbl.is greinir frá því að stefnt sé að því að opna kaffistofuna á nýjan leik um miðjan næsta mánuð. 

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hverjir kaupendurnir eru, en mbl.is segir kaupendurna ekki geta nafns síns í skriflegu svari við fyrirspurn miðilsins.
 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV