Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð

24.07.2021 - 13:55
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Farþegum í strætó verður skylt að bera grímur ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð frá næsta manni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Reglan tekur gildi á morgun, eins og aðrar takmarkanir sem kynntar voru í gær. Grímuskyldan verður bæði í vögnum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hún nær ekki til fimmtán ára og yngri.

Þá segir í tilkynningu Strætó að grímur eigi að hylja bæði munn og nef. Fólk er hvatt til að huga að eigin sóttvörnum og að nýta sér ekki almenningssamgöngur ef það er með flensueinkenni. Takmarkanirnar gilda til 13. ágúst.