Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ásgeir varð í 28. sæti og komst ekki í úrslit

epa09361008 Asgeir Sigurgeirsson of Iceland competes during the 10m Air Pistol Men's Qualification of the Shooting events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Camp Asaka in Nerima, Tokyo, Japan, 24 July 2021.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA

Ásgeir varð í 28. sæti og komst ekki í úrslit

24.07.2021 - 05:16
Ásgeir Sigurgeirsson var fyrstur íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum í Tókýó til að hefja keppni í morgun. Hann keppti í forkeppni skotfimi með loftbyssu af 10 metra færi og varð í 28. sæti.

36 keppendur hófu keppni í skaut hver 60 skotum í forkeppninni. Ásgeir byrjaði mjög vel og fyrstu tvær skotseríur hans voru góðar. Svo komu tvær sem voru síðri en hann kláraði af krafti. Samtals fékk hann 570 stig og það kom honum í 28. sæti. 

8 efstu keppendurnir fara áfram í úrslit sem eru klukkan 6:30 í dag og verður sýnt beint frá úrslitunum.

Ásgeir hefur því lokið keppni á leikunum í ár, en þetta var í annað sinn sem hann keppir á Ólympíuleikum.