Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

95 smit greindust í gær

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
95 greindust með Covid-19 hér á landi í gær, þar af voru 75 ekki í sóttkví við greiningu. Hátt í 350 hafa því greinst með Covid hér síðustu fimm daga.

Samkomutakmarkanir og fleiri sóttvarnareglur verða innleiddar innanlands á miðnætti í kvöld, til að stemma stigu við fjölgandi COVID-19 smitum hér á landi. Mest tvö hundruð mega þá koma saman, vínveitingastaðir þurfa að hætta áfengissölu klukkan ellefu og loka á miðnætti, og eins metra nándarregla verður innleidd á nýjan leik. Grímuskylda verður innanhúss þar sem ekki er unnt að halda eins metra reglu. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar á Egilsstöðum í gær. Reglurnar gilda að óbreyttu til og með 13. ágúst.