Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði

23.07.2021 - 18:22
Mynd með færslu
 Mynd: Vegagerðin
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.

Lögreglan á Selfossi biður vegfarendur að fara varlega um Suðurlandsveg á Hellisheiði og í Kömbum vegna mikillar þoku. 

Frekari upplýsingar fást ekki að svo stöddu.