Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.

Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.

Atkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Miðflokksins og rafrænt. Kosningin er ráðgefandi og verður listinn lagður fram á félagsfundi næsta mánudag þar sem þarf að samþykkja listann.

Sjá einnig: Felldu tillögu um nýjan oddvita

Þegar hefur verið ákveðið hverjir sitja á listanum að oddvitasætinu undanskyldu. Nú situr einn þingmaður Miðflokksins á þingi úr kjördæminu, Þorsteinn Sæmundsson.

Tillaga uppstillingarnefndar flokksins um oddvitasætið í kjördæminu var felldur á félagsfundi 15. júlí síðastliðinn. Samkvæmt tillögunni átti Fjóla Hrund að verða oddviti en Þorsteinn fengi ekki sæti á listanum. Listinn var felldur í heild sinni með 30 atkvæðum gegn fjórtán.

Listinn var þó einróma samþykktur í uppstillinganefnd að sögn Guðlaugs G. Sverrissonar formanns nefndarinnar.
 

 

Andri Magnús Eysteinsson