Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Markaðshlutdeild rafbíla innan ESB-ríkja 7,5 prósent

23.07.2021 - 09:15
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Rafbílar voru 7,5 prósent allra nýrra bíla sem seldir voru í aðildarríkjum Evrópusambandsins á öðrum ársfjórðungi þessa ár. Til samanburðar var hlutfallið 3,5 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Samband rafbílaframleiðenda í Evrópu greindi frá þessu í dag. Tölurnar miðast við bíla til fólksflutninga.

Markaðshlutdeild tengiltvinnbíla jókst einnig og var 8,4 prósent frá apríl til júní á árinu, miðað við 3,7 prósent á sama tíma í fyrra. Hjá tvinnbílum var markaðshlutdeildin á öðrum ársfjórðungi þessa árs 19,3 prósent, miðað við 9,6 prósent í fyrra.

Bílar sem ganga fyrir hefðbundnu jarðefnaeldsneyti, bensíni og dísilolíu, voru 62,2 prósent allra nýrra seldra bíla á ársfjórðungnum. Bensínbílar voru 41,8 prósent seldra bíla, miðað við að vera 51,9 prósent á sama tíma í fyrra. Markaðshlutdeild dísilbíla var 20,4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár en var 29,4 í fyrra. 

Nánar má lesa um þróunina á vef Sambands rafbílaframleiðenda í Evrópu