Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

76 innanlandssmit - 46 utan sóttkvíar

23.07.2021 - 10:51
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
76 einstaklingar greindust smitaðir af COVID-19 í gær. Tveimur færri en daginn áður. Alls eru 371 í einangrun og nú eru 1.043 í sóttkví. Auk þeirra eru 1.234 í skimunarsóttkví.

Þrír dvelja á sjúkrahúsi með COVID-19 sýkingu og er fjórtán daga nýgengni innanlandssmita orðin 83,7 en var 63,5 í gær.

Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala sagði í samtali við fréttastofu í  morgun að 370 væru á COVID-göngudeildinni. Frá upphafi faraldursins hafa nú greinst 7.054 smit, 350 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og þar af 55 á gjörgæslu.

54 af þeim 76 sem greindust í gær voru fullbólusettir. Þá voru þrjátíu í sóttkví við greiningu og því 46 utan sóttkvíar.

Á landamærunum greindist eitt virkt smit og var sá aðili óbólusettur.

 
Andri Magnús Eysteinsson