Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Suðlægir vindar fram yfir helgi

22.07.2021 - 07:03
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Gert er ráð fyrir suðlægum vindáttum fram yfir helgi og mun fylgja þeim væta bæði sunnan og vestan til á landinu. Í dag er spáð þokulofti eða súld á vestanverðu landinu en annars víða léttskýjað.

Rigning eða súld með köflum eftir hádegi, úrkomuminna norðaustan til.

Þá er spá hita frá 10 til 24 stigum og hlýjast eins og undanfarið á norð-austurlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir þó að í næstu viku leggist vindur smám saman í norðlæga átt. Í kjölfarið snúist veðurlag við. Þá muni norðurhelmingur landsins fá vætu á meðan að stytta upp mun sunnantil. Óhjákvæmilega muni hiti þá fara lækkandi, ekki síðst á Norður- og Austurlandi þar sem hiti undanfarið hefur farið hátt yfir 20°.

Andri Magnús Eysteinsson