Slökktu eld í Straumsvík

22.07.2021 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að álveri Rio Tinto í Straumsvík í dag. Þar hafði kviknað eldur í rafmagnsskúr í einum af turnum álversins.

Eldurinn var á fimmtu hæð og gerði það erfiðara fyrir að slökkva eldinn. Það tókst þó. 

Mikið hefur verið að gera hjá slökkviliðinu undanfarið, sérstaklega í gær þegar þörf var fyrir 134 sjúkraflutninga og slökkvibílar voru sendir út sex sinnum. Álagið hélt áfram í morgun en dró nokkuð úr því þegar leið á daginn, þótt svo enn væri talsvert um að vera.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV