Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Macron kallar þjóðaröryggisráð saman vegna Pegasus

22.07.2021 - 07:18
epa08704426 French President Emmanuel Macron gives a speech in Vilnius, Lithuania, 28 September 2020. Macron is on a two-days official visit in Lithuania.  EPA-EFE/Valda Kalnina
Macron flutti ræðu í Vilnius í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, boðaði í morgun til fundar með þjóðaröryggisráði landsins til þess að ræða ísraelska njósnabúnaðinn Pegasus.

Í vikunni var greint frá því að búnaðurinn hefði mögulega verið notaður til þess að hlera síma Macron. Hann er sagður taka málið mjög alvarlega. Talsmaður stjórnvalda segir að á fundi þjóðaröryggisráðsins verði staða netöryggismála til umræðu almennt, með hliðsjón af Pegasus-njósnabúnaðinum.

Fyrr í vikunni komst það upp að stjórnvöld í tíu löndum hafi notað njósnabúnaðinn til að fylgjast með yfir þúsund manns í fimmtíu löndum.