Kvöldfréttir: Ekki jafn harðar aðgerðir og áður

22.07.2021 - 18:55
Sóttvarnalæknir leggur til að innanlandsaðgerðir verði teknar upp að nýju í minnisblaði sínu sem hann sendi heilbrigðisráðherra í dag. Hann segist þó ekki ætla að leggja til jafn harðar aðgerðir og áður. Það séu vonbrigði að þurfa að grípa til þessa ráðs.

Forsætisráðherra segir viðbrögð hér á landi við fjölgun smita verða mikilvæg fyrir aðrar þjóðir. Ríkisstjórnin verði að bregðast hratt við enda bíði margir í ofvæni eftir því sem verða vill. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðherra kynni tillögur stjórnvalda að nýjum sóttvarnaaðgerðum á morgun.

Brúðhjón bíða með öndina í hálsinum eftir ákvörðun um hvort þau fái að halda brúðkaupsveisluna á laugardaginn kemur. Þau segja erfitt, en dæmigert, að fylgjast með fjölgun smita dagana fyrir draumabrúðkaupið, sem þau reyna nú að halda í annað sinn.

lifir enn á meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum um hryðjuverkin í Ósló og Útey. Tíu ár eru í dag frá ódæðinu, og þess var einnig minnst við athöfn í Vatnsmýri í Reykjavík.

Hundar hafa brennt sig á heitu malbiki á Akureyri og dýralæknir fengið til sín gæludýr sem veikjast í hitanum. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV