Leitað að svartbirni sem sást á ÓL-leikvangi í Tókýó

epa09355766 General view of the empty stands before the start of the Tokyo 2020 Olympic Games softball match between Australia and Japan at Fukushima Azuma Baseball Stadium in Fukushima, Japan, 21 July 2021.  EPA-EFE/JIJI PRESS JAPAN OUT EDITORIAL USE ONLY/  NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - JIJI PRESS

Leitað að svartbirni sem sást á ÓL-leikvangi í Tókýó

21.07.2021 - 20:54
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa ekki aðeins í nógu að snúast þegar kemur að heimsfaraldri og sóttvörnum. Nú leita þeir dyrum og dyngjum að svartbirni sem sást spóka sig um á Azuma hafnarboltaleikvanginum í Tókýó þar sem mjúkboltakeppni Ólympíuleikanna fer fram.

„Öryggisvörður sá björninn í gær og svo bárust upplýsingar um að hann hafi líka sést í morgun en hann hefur ekki fundist aftur. Það eru engir áhorfendur á leikvanginum en við erum samt á varðbergi og höldum áfram að svipast um eftir birninum í nágrenninu," segir í yfirlýsingu frá skipuleggjendum.

Öryggisverðir hafa reynt ýmislegt til að lokka björninn úr felum eins og t.d. með því að hækka tónlistina og sprengja flugelda.

Þrátt fyrir óvissuna um staðsetningu bjarnarins er keppni hafin í mjúkbolta á leikunum. Þetta er í fyrsta sinn í 13 ár sem keppt er í þessari íþrótt á Ólympíuleikum og er myndin sem fylgir þessari frétt tekin fyrir leik kvennalandsliða Japans og Ástralíu sem fram fór í dag. Japanir unnu leikinn 8-1 í þessum fyrsta viðburði leikanna.