Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íslendingur ákærður fyrir morð í Kaliforníu

21.07.2021 - 11:49
epa05341039 A canine police unit leaves the area near an engineering building where a shooting  was reported  on the University of California at Los Angeles campus  in  Los Angeles, California,  USA, 01 June 2016.  Latest reports indicated two people were
 Mynd: EPA
Ungur Íslendingur hefur verið ákærður í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir að hafa orðið bekkjarsystur sinni að bana og hlutað lík hennar sundur. Lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham fannst illa farið í bílskúr stjúpföður þess ákærða 18. maí.

Maðurinn, sem er fæddur árið 2000, er búsettur í Ridgecrest-borg í Kaliforníu en bjó áður á Íslandi með foreldrum sínum. Hann hafði átt í stuttu ástarsambandi við Pham en þau voru í sama bekk í menntaskóla. Miklir áverkar og stungusár voru á líki konunnar og grunur leikur á að hinn ákærði hafi notað ísnál við stungurnar.  DV greindi fyrst frá málinu í morgun. 

Á fréttaveitu The Daily Independent kemur fram að lögmaður þess ákærða krefjist þess að andleg heilsa mannsins og sakhæfi hans verði metið áður en réttarhöld hefjast.