Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hefja framleiðslu bóluefnis í Suður-Afríku

epa08907640 A healthcare worker displays a vial of the Pfizer/BioNtech COVID-19 vaccine during first vaccination at the Umberto I Hospital in Rome, Italy, 28 December 2020.  EPA-EFE/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa
Líftækni- og lyfjafyrirtækin BioNTech og Pfizer hafa náð samningum við suðurafríska fyrirtækið Biovac um að hefja framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni í Suður-Afríku. Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að Biovac sjái um síðasta stig framleiðsluferils efnanna, sem kallast að fylla og ljúka.

Þetta er fyrsti samningurinn sem BioNTech og Pfizer ná í Afríku um framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni. Vonast er til að verkið geti hafist fyrir árslok. Þegar hún verður komin í fullan gang á Biovac að geta framleitt hundrað milljónir skammta af bóluefninu sem verður dreift til 55 landa innan Afríkusambandsins. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV