Elon Musk: „Ég vil styðja en ekki sturta“ 

21.07.2021 - 22:06
Mynd með færslu
 Mynd: EPA / NASA
Stofnandi Tesla, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk, sagði í dag að hann hafi persónulega fjárfest í Bitcoin og öðrum rafmyntum en þvertók fyrir að hann véli um verðmæti þeirra eða losi stórar stöður af hinum stafrænu gjaldmiðlum til að hafa áhrif á verðgildi þeirra.

Í pallborði á netinu, þar sem Musk og Jack Dorsey, stofnandi Twitter tóku þátt, sagðist Musk trúa á rafmyntir sem leið til að auka vald einstaklingsins gagnvart stjórnvöldum og að hann hafi fjárfest í rafmyntunum Ethereum og Dogecoin í viðbót við Bitcoin. 

Musk sagðist þvert á móti tapa peningum þegar verðmæti Bitcoin eða annarra rafmynta félli en að hann hafi ekki losa[ sig við rafmyntir upp á síðkastið, þrátt fyrir miklar sveiflur á gengi þeirra. 

„Ég vil styðja en ekki sturta,“ sagði hann meðal annars um nálgun sínar við rafmyntir. „Ég vil sjá bitcoin ná árangri.“ 

Musk sagðist hafa háleit markmið þegar rafmyntir væru annars vegar. „Við getum ekki bara litið á þetta sem hverja aðra eign sem við eigum. Fjárfestingarverkfæri á borð við þetta er eitthvað sem hefur burði til að breyta öllu og gera líf allra betra á einhvern hátt, hversu lítilvægan sem vera kann,“ sagði hann. 

„Von mín er að rafmyntir greiði fyrir heimsfriði.“