Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þjóðarsorg í Belgíu vegna flóða

20.07.2021 - 12:48
Erlent · Hamfarir · Belgía · Flóð · Evrópa
epa09354654 King Philippe (C-R) and Queen Mathilde (C-L) of Belgium stand together with rescuers at a ceremony to pay tribute to the victims of the floods during the national mourning day at the fire station in Verviers, Belgium, 20 July 2021. Belgium held a national day of mourning to commemorate the victims who died after rains caused widespread damage and flooding in parts of Belgium and across central Europe in the night of 14/15 July.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
Filippus Belgíukonungur og Matthildur drottning minntust látinna með starfsfólki á slökkvistöð í bænum Verviers. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sírenur hljómuðu á slökkvistöðvum um gjörvalla Belgíu klukkan tólf á hádegi að staðartíma og á eftir var einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem létust í flóðunum í síðustu viku.

Filippus konungur, Matthildur drottning, Alexander De Croo forsætisráðherra og fleiri ráðherrar og embættismenn tóku þátt í minningarstundinni á slökkvistöð í bænum Verviers, sem varð afar illa úti í hamförunum. Þjóðarsorg er í Belgíu í dag og fánar blakta í hálfa stöng. Flóðin urðu að minnsta kosti þrjátíu og einum að bana í landinu. 70 er enn saknað. 

Fjöldi látinna í flóðunum í Vestur-Evrópu er kominn í 190. Umfang eyðileggingar er enn óljóst en flóðin ollu miklu tjóni í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Lúxemborg. 

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV