Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mótefnalyf við COVID-19 samþykkt í Japan

20.07.2021 - 10:35
epa08678439 A nurse wearing her personal protective equipment (PPT) treats a Covid-19 patient in the intensive care unit of Saint-André hospital in Bordeaux, France, 18 September 2020. According to recent reports, the number of Covid-19 patients in intensive care units in the Bordeaux region have increased leading Bordeaux into the red zone.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: epa
Japönsk heilbrigðisyfirvöld eru þau fyrstu sem samþykkja notkun COVID-mótefnalyfsins Ronapreve. Þetta kemur fram í yfirlýsingu svissneska lyfjarisans Roche sem framleiðir lyfið. Það er ætlað fólki með lítil eða miðlungi mikil COVID einkenni en gæti átt á hættu að veikjast verr.  

AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum Roche að lyfið minnki líkurnar á að sýking þróist í átt til alvarlegri veikinda.

Í yfirlýsingu frá Levi Garraway, hjúkrunarforstjóra og vöruþróunarstjóra Roche að rannsóknir sýni lyfið draga úr hættunni á sjúkrahúsinnlögn og dauða hjá sjúklingum í áhættuhópi.

Þær leiði jafnramt í ljós að lyfir heldur virkni sinni gegn ýmsum afbrigðum veirunnar, þar á meðal mjög smitandi Delta-afbrigðinu. Lyfið var þróað í samvinnu við bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron og hefur þegar gengið í gegnum þriðja stigs rannsóknir.

Það merkir að það hafi verið metið með þátttöku þúsunda sjálfboðaliða, og virkni þess metin í samanburði við lyfleysu eða aðra meðferð. Evrópusambandið, Bandaríkin, Indland, Sviss og Kanada hafa þegar veitt lyfinu neyðar- eða tímabundið leyfi.