Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Geimferð Jeffs Bezos gekk vel

Blue Origin's New Shepard rocket launches carrying passengers Jeff Bezos, founder of Amazon and space tourism company Blue Origin, brother Mark Bezos, Oliver Daemen and Wally Funk, from its spaceport near Van Horn, Texas, Tuesday, July 20, 2021. (AP Photo/Tony Gutierrez)
 Mynd: AP
Jeff Bezos, stofnandi Amazon netverslunarinnar og ríkasti maður heims, flaug út í geim á öðrum tímanum í dag frá eyðimörk í Texas og lenti mjúklega nokkrum mínútum síðar.

Með í för voru Mark bróðir hans, Wally Funk, 82 ára bandarísk kona sem á árum áður fékk þjálfun til geimferða en fékk aldrei að fljúga út í geim vegna kynferðis, og loks átján ára Hollendingur, Oliver Daemen að nafni. Þau tvö teljast vera elst og yngstur allra geimfara hingað til.

Geimflaug Bezos er alsjálfvirk og því þurftu hvorki flugmenn né flugvélstjórar að vera með í för. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV