Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Varað við miklum hita í Bretlandi fram eftir vikunni

19.07.2021 - 17:03
Erlent · Bretland · Evrópa · Veður
epa09254690 A man sunbathes during the hot weather in Hyde Park in London, Britain, 08 June 2021.  The hot weather spell continues in the UK with the Met Office predicting a heatwave this weekend, according to media reports.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Breska veðurstofan gaf í dag út sína fyrstu appelsínugulu hitaviðvörun. Hún gildir fyrir mestan hluta Wales, allt Suðvestur-England og hluta Mið- og Suður-Englands. Spáin gildir til fimmtudagskvölds þegar útlit er fyrir að dragi úr hitanum.

Gert er ráð fyrir að hitinn fari í 33 stig. Landsmenn eru minntir á að fara varlega þar sem aðstæður sem þessar geti verið lífshættulegar. 
 

Mest hlýindi það sem af er árinu mældust um helgina í Skotlandi, Wales, á Englandi og Norður-Írlandi. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV