Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skýjað og væta vestanvert en annars léttskýjað að mestu

19.07.2021 - 06:42
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Næstu daga má búast við keimlíku veðri og verið hefur undanfarið. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skýjað verði með dálítilli vætu af og til með suður- og vesturströndinni. Annars verði bjart veður og hlýtt einkum eystra en vindar eru tiltölulega hægir.

Spáð er hægri suðvestlægri átt, 3 til 10 metrum á sekúndu. Víða verður léttskýjað, en skýjað að að mestu og smá væta á vestanverðu landinu.

Veðurstofan gerir ráð fyrir því þokulofti úti við noðrurströndina. Svipað veður á morgun, en þó örlítið hvassara. Hiti verður á bilinu 10 til 24 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.

Spáð er hægri vestlægri eða suðvestlægri átt við gosstöðvarnar, sem verður til þess að gasmengun berst til austurs og norðausturs.

Mögulega gæti gasmengun mælst á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þegar þetta er skrifað mælast loftgæði í lakara lagi á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt vefnum loftgæði.is

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV