Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yfir 180 látnir í flóðunum í Evrópu

18.07.2021 - 05:52
epa09351311 Wrecked cars and trucks are flooded on the B265 federal highway in Erftstadt, Germany, 17 July 2021. Large parts of Western Germany were hit by heavy, continuous rain in the night to Wednesday, resulting in local flash floods that destroyed buildings and swept away cars.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti 183 eru látnir eftir flóðin í vestanverðri Evrópu. Lögreglan í Rínarlandi-Pfalz í Þýskalandi greindi frá því í morgun að 110 hafi nú fundist látnir í sambandsríkinu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að óttast sé að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar. Þar með hafa 156 fundist látnir í Þýskalandi.

AFP fréttastofan greinir frá því að slökkviliðsmenn séu í viðbragðsstöðu í Austurríki í Salzburg og Tyrol. Flætt hefur yfir hinn sögufræga bæ Hallein í Austurríki. Í Saxlandi, við landamæri Þýskalands og Tékklands, hafa vatnavextir orðið í ám og valdið skemmdum.