Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þrír létust í flugslysi í Þýskalandi

18.07.2021 - 03:36
epa05579210 A sign reading 'Polizei' (Police) shines in the morning at the Police Directorate in Leipzig, Saxony, Germany, 10 October 2016. Fugitive terror-suspect Jaber al-Bakr was arrested in the night in Leipzig. The 22-year-old Syrian had been on the run since an anti-terrorist raid on 08 October, in Chemnitz. Several hundred grams of explosives were reportedly found during a search in an apartment where al-Bakr was staying.  EPA/JAN WOITAS
 Mynd: epa
Þrír eru látnir eftir að lítil Piper flugvél hrapaði í þýska sambandsríkinu Baden-Württemberg í gær. Þýskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að vélin hafi hrapað nærri bænum Steinenbronn eftir að hún tók á loft frá flugvellinum í Stuttgart í gærmorgun.

Þrír voru um borð í vélinni, sem var á leið til Magdeburg. Ekkert neyðarkall var sent frá vélinni áður en hún hrapaði, hefur Deutsche Welle eftir talskonu þýsku flugumferðarstjórnarinnar. Svarti kassi flugvélarinnar er fundinn, og vinna yfirvöld nú að því að rannsaka orsök slyssins. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV