Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Smit í ólympíuhópi Tékka

epa09345737 The Olympic Rings are seen in front of the National Stadium, the main stadium of the 2020 Tokyo Olympic Games, in Tokyo, Japan, 15 July 2021. The pandemic-delayed 2020 Summer Olympics are schedule to open on July 23 with spectators banned from most Olympic events due to COVID-19 surge.  EPA-EFE/Tamas Kovacs HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Smit í ólympíuhópi Tékka

18.07.2021 - 02:48
Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni tékkneska ólympíuliðisins við komuna til Tókíó í dag. Þetta staðfestir tékkneska ólympíunefndin við fréttastofu Reuters. Allir keppendur frá Tékklandi eru komnir á sinn stað í Ólympíuþorpinu og ekkert amar að þeim.

Starfsmaðurinn skilaði tveimur neikvæðum niðurstöðum úr PCR prófum áður en hann flaug frá Prag og sýnir enginn einkenni COVID-19. Hann var sendur í einangrun ásamt þeim sem sátu nærri honum í flugvélinni, að sögn tékknesku nefndarinnar. 

Greint var frá fyrsta smitinu í Ólympíuþorpinu í gærmorgun. Sá var fluttur í einangrun. Fjórtán önnur kórónuveirutilfelli hafa greinst í tengslum við Ólympíuleikana, sem hefjast um næstu helgi.
 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

COVID-19 greindist í Ólympíuþorpinu