Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Smit greindust í tveimur verslunum Kringlunnar

18.07.2021 - 18:19
Mynd með færslu
 Mynd: Hulda Geirsdóttir - rúv
Tveir þeirra sem greindust í gær eru starfsmenn í tveimur verslunum Kringlunnar, en þær eru Nexus og Eymundsson. Báðum verslunum var lokað í dag en stefnt er að því að opna verslun Eymundsson í Kringlunni á ný með nýrri áhöfn á morgun. Þetta staðfestir yfirmaður verslana Eymundsson við fréttastofu. Nexus stefnir þá jafnframt á að opna á morgun en hugsanlega með breyttum opnunartíma.

Báðar verslanir voru sótthreinsaðar og hafa starfsmenn verið sendir í sóttkví. 

Nexus greindi frá smitinu í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir að starfsmaðurinn hafi verið við afgreiðslu í Kringlunni á milli kl 10 og 13:30 síðastliðinn mánudag. Síðan hafi hann verið við störf í Glæsibæ í vikunni en átt í takmörkuðum samskiptum við viðskiptavini.