Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Merkel segir vart til orð yfir eyðilegginguna

18.07.2021 - 17:52
epa09351700 German Chancellor Angela Merkel (C) and Rhineland-Palatinate Prime Minister Malu Dreyer (R) inspect the damage after heavy flooding of the river Ahr caused severe destruction in the village of Schuld, Ahrweiler district, Germany, 18 July 2021. Large parts of western Germany were hit by heavy, continuous rain in the night to 15 July, resulting in local flash floods that destroyed buildings and swept away cars, killing dozens of people, while several were still missing.  EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þýsk tunga eigi vart orð til að lýsa eyðileggingunni sem flóðin í vestanverðu landinu hefur haft í för með sér. Hún kannaði aðstæður í þorpinu Schuld í Rheinland- Pfalz ríki í dag.

 

 

Merkel segir það hafa verið hughreystandi að sjá fólk hjálpast að og standa saman. 

Fljótið Ahr sópaði burtu húsum í flóðunum og eftir stendur brak í háum stöflum á götunum. Merkel segir náttúruna hafa sýnt hvers hún er megnug. Sem betur fer sé þýska ríkið fjárhagslega sterkt og geti brugðist við hamförunum til skemmri tíma en einnig til lengri tíma með stefnumótun sem leggi áherslu á náttúru og loftslag af meiri alvöru en áður. Það sé algjörlega nauðsynlegt.  

Flóðin í Þýskalandi eru þau verstu í manna minnum þar í landi og hafa að minnsta kosti 157 látið þar lífið undanfarna fimm daga - meirihlutinn í Rheinland-Pfalz ríki, þar sem Merkel var í dag, en þar fórust 110. 

 

Að minnsta kosti 27 fórust í Belgíu.