Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkja forseta Haítí útskrifuð af sjúkrahúsi

In this handout photo released by Haiti's Secretary of State for Communication, Haiti's first lady Martine Moise, wearing a bullet proof vest and her right arm in a sling, arrives at the Toussaint Louverture International Airport, in Port-au-Prince, Haiti, Saturday, July 17, 2021.  Martine Moise, the wife of assassinated President Jovenel Moise, who was injured in the July 7 attack at their private home, returned to the Caribbean nation on Saturday following her release from a Miami hospital. (Haiti's Secretary of State for Communication Photo/via AP)
 Mynd: AP
Martine Moise, ekkja Jovenel Moise fyrrum forseta Haítí, var útskrifuð af sjúkrahúsi í Flórída í kvöld. Hún særðist í árás vopnaðra manna sem urðu forsetanum að bana á heimili þeirra fyrr í mánuðinum.

Claude Joseph, sitjandi forsætisráðherra, tók á móti Moise á flugvellinum í Port-au-Prince, að sögn Frantz Exantus, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytis Haítí. Moise var klædd skotheldu vesti og með hægri höndina í fatla. 

Fjölmargir hafa verið handteknir í tengslum við morðið á forsetanum. Flestir í aftökusveitinni voru málaliðar frá Kólumbíu. Ekki er komið á hreint hver eða hverjir fengu þá til verksins.