Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hart barist gegn skógareldum í Bandaríkjunum og Kanada

17.07.2021 - 18:39
In this photo provided by the Oregon Department of Transportation flames from the Jack Fire burn along Oregon 138 near Steamboat, about 40 miles east of Roseburg, Ore. July 7, 2021. A 14-mile stretch of North Umpqua Highway is closed between Steamboat and Slide Creek due to the Jack Fire, that began Monday, July 5. 2021 (Oregon Department of Transportation via AP)
 Mynd: AP
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við skógarelda sem geisa í vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada.

Í suðurhluta Oregon ríkis reyna yfir 2.100 slökkviliðsmenn að hemja víðáttumikinn skógareld sem nær ný yfir rúmlega ellefu hundruð ferkílómetra, stærra landsvæði en New York borg. Aðeins hefur náðst að ráða niðurlögum eldsins á um sjö prósentum landflæmisins, segir í frétt AFP. Mikill hiti, þurrkur og hvassviðri hamlar slökkvistarfi.  

In this photo provided by the Oregon Department of Transportation flames from the Jack Fire burn along Oregon 138 near Steamboat, about 40 miles east of Roseburg, Oregon July 7, 2021. A 14-mile stretch of North Umpqua Highway is closed between Steamboat and Slide Creek due to the Jack Fire, that began Monday, July 5. 2021 (Oregon Department of Transportation via AP)
 Mynd: AP

Um hundrað slökkviliðsmenn frá Mexíkó eru komnir til Kanada til aðstoðar í slökkvistarfi í norðvestanverðu Ontario.

 

Firefighters Garret Suza, right, and Cameron Taylor, with the Chiloquin Forest Service, search for hot spots on the North East side of the Bootleg Fire, Wednesday, July 14, 2021, near Sprague River, Ore. (AP Photo/Nathan Howard)
 Mynd: AP

 

Eldar loga á yfir 300 stöðum í vestur hluta Bresku Kólumbíu, þar af 15 sem kviknuðu á undanförnum tveimur dögum. Spáð er háum hita á næstu dögum á milli Alberta og Ontario, þó ekkert í líkingu við það sem sást fyrir þremur vikum þegar hitinn fór mest í 49.6 gráður í grennd við Vancouver. 

Veðurspáin í Kaliforníu gerir ráð fyrir eldingum sem gætu komið af stað frekari skógareldum í þurrkinum í ríkinu.