Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

COVID-19 greindist í Ólympíuþorpinu

epa09349749 (FILE) - Passersby walk past the National Stadium, the main stadium of the 2020 Tokyo Olympic Games, in Tokyo, Japan, 23 June 2021 (reissued 17 July 2021). According to a statement from the Tokyo 2020 Organising Committee, a person staying within the Olympic Village tested positive for COVID-19, and was subsequently placed in 14 day quarentine.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

COVID-19 greindist í Ólympíuþorpinu

17.07.2021 - 04:55
Kórónuveirusmit greindist í Ólympíuþorpinu í Tókíó í morgun. Sex dagar eru þar til Ólympíuleikarnir hefjast. Masa Takaya, talsmaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna, segir smitið vera það fyrsta sem greinist eftir skimun í Ólympíuþorpinu. Sá smitaði var sendur í einangrun á hótelherbergi utan þorpsins, hefur AFP fréttastofan eftir Takaya.

Seiko Hashimoto, stjórnandi skipulagsnefndarinnar, segir allt gert til þess að koma í veg fyrir faraldur innan þorpsins. Ef COVID-19 nái að dreifa sér um þorpið verður nefndin reiðubúin með áætlun segir hann.

Strangar sóttvarnarreglur eru í gildi á meðan Ólympíuleikunum stendur. 

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Átta starfsmenn Ólympíuhótels með COVID-19

Ólympíuleikar

Neyðarstig í Tókíó: Íhuga að banna áhorfendur á ÓL