Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bandaríkjastjórn varar við viðskiptum í Hong Kong

17.07.2021 - 01:06
epa08248145 People wear face masks in Mongkok, Hong Kong, China, 25 February 2020 (issued 26 February 2020). Hong Kong has gone from invoking a colonial-era Emergency Regulations Ordinance to implement the Prohibition on Face Covering Regulation (PFCR), an anti-mask law in response to the ongoing protests of 2019, to a city where almost everybody wears face masks, fearing the Covid-19 epidemic.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
Götumynd frá Hong Kong. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjastjórn varar fjármálageirann vestanhafs við þeirri auknu hættu sem stafar af því að halda starfsemi áfram í Hong Kong vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum greindu jafnframt frá því að sjö kínverskum embættismönnum í Hong Kong hafi verið bætt á lista þeirra sem sæta viðskiptaþvingunum í tengslum við ný öryggislög sem sett voru í héraðinu í fyrra.

AFP fréttastofan segir sífellt fleiri vestræn fyrirtæki íhuga að yfirgefa Hong Kong, sem fram að þessu hefur verið ein helsta fjármálamiðstöð heims. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að sjtórnvöld sendi með þessu skýr skilaboð um að þau standi með íbúum Hong Kong. Kínverska stjórnin hafi skaðað orðspor Hong Kong sem áreiðanlegan og gegnsæan markað þar sem virðing er borin fyrir einstaklingsfrelsi. Þá hafi Kínverjar svikið loforð sitt um að leyfa Hong Kong að halda sjálfstjórn sinni óbreyttri í 50 ár eftir að Bretar létu héraðið af hendi.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV