Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tuttugu látnir og jafn margra saknað í Belgíu

16.07.2021 - 14:04
Erlent · Belgía · Flóð · Þýskaland · Evrópa · Veður
epa09346072 Vehicles piled up in a flooded street after heavy rains in Ensival, Verviers, Belgium, 15 July 2021. Heavy rains have caused widespread damage and flooding in parts of Belgium.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Að minnsta kosti tuttugu hafa fundist látnir og jafn margra er saknað eftir flóðin í Belgíu, að því er AFP fréttastofan hefur eftir stjórn björgunaraðgerða. Belgískir fjölmiðlar segja að 23 hafi fundist látnir.

Filippus Belgíukonungur er væntanlegur á flóðasvæðið í dag til að kynna sér ástandið af eigin raun. Mikil flóð urðu á þessum slóðum árin 2002 og 2005. Að sögn viðmælend AFP fréttastofunnar voru þau ekkert í líkingu við þau sem urðu í þessari viku. Fjöldi björgunarmanna er enn að störfum þótt vatn sé tekið að sjatna. Belgum hefur borist aðstoð frá Frakklandi, Ítalíu og Austurríki.

Í vesturhéruðum Þýskalands hafa yfir eitt hundrað lík fundist og verið er að grennaslast fyrir um afdrif fjölda annarra, þar á meðal þrettán hundruð íbúa héraðsins Ahrweiler í norðurhluta Rhineland-Pfalz. Vatn er byrjað að sjatna á flóðasvæðunum í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Sviss. Þúsundir björgunarmanna eru enn að störfum í löndunum.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV