Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Felldu tillögu um nýjan oddvita

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - RÚV
Tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins um nýjan oddvita og framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust var felldur á félagsfundi í gærkvöld.

Viljinn greindi fyrst frá. Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokksins, átti samkvæmt tillögunni að verða oddviti í stað Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns, sem var oddviti fyrir síðustu kosningar.

Í samtali við fréttastofu segir Fjóla að Þorsteinn hafi ekki verið á listanum sem uppstillingarnefnd lagði til. Flokksmenn hefðu gert kröfu um breytingar og uppstillingarnefnd ákveðið að bregðast við því með því að bjóða fram unga konu í fyrsta sæti.

Fjóla segir mjög sjaldgæft að framboðslistar uppstillinganefnda séu felldir en það varð niðurstaðan. Listinn var felldur í heild sinni með 30 atkvæðum gegn fjórtán. 

Ekki náðist í Þorstein við vinnslu fréttarinnar. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV