Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Stór hluti Danmerkur orðinn appelsínugulur

15.07.2021 - 14:57
epa09246717 Danish Prime Minister Mette Frederiksen receives a dose of covid-19 vaccine by vaccinator Huda Beklar in Oksnehallen in Copenhagen, Denmark, 04 June 2021.  EPA-EFE/Philip Davali  DENMARK OUT
Mette Frederiksen forsætisráðherra er meðal bólusettra Dana. Mynd: EPA-EFE - Scanpix-Ritzau
Sóttvarnamiðstöð Evrópu, ECDC, færði í dag nokkra landshluta í Danmörku úr grænum flokki í appelsínugulan með tilliti til fjölgunar kórónuveirusmita undanfarinn hálfan mánuð. Mið- og Norður-Jótland verða appelsínugul og sömuleiðis Sjáland. Kaupmannahöfn færist úr gulu í rautt.

Á tólfta hundrað greindust smitaðir í Danmörku í gær, flestir í aldurshópnum 20-29 ára. Þetta voru 1,4 prósent rúmlega 81 þúsund sýna sem voru tekin. Nýgengi reyndist vera mest í Kaupmannahöfn, á Friðriksbergi og í Árósum. Þar eru smitin yfir tvö hundruð á hverja hundrað þúsund íbúa. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV