Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð

14.07.2021 - 16:58
Mynd með færslu
Viking Sky í höfn á Seyðisfirði Mynd: Seyðisfjarðarhöfn - Kristján Kristjánsson
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.

Allir um borð eru í sóttkví þar til í ljós kemur hvort um smit sé að ræða. Ekki er vitað hvers lenskur farþeginn er, skipið er erlent og siglir hringinn í kringum landið en farþegarnir koma hingað til lands með flugi. 

Líklegt er að fjöldi manns haldi austur á land næstu daga, en margvíslegar skemmtanir eru fyrirhugaðar þar á næstunni. Lögreglan segir skipuleggjendur hafa varann á sér í ljósi nýrra Covid-tilfella en að óbreyttu sé lögreglan ekki með sérstakan viðbúnað vegna smita.