Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Forsetakosningar í Frakklandi í apríl

13.07.2021 - 13:42
Mynd með færslu
 Mynd: EPA (Samsetning: RÚV) - EPA
Boðað var í dag til forsetakosninga í Frakklandi 10. apríl á næsta ári. Síðari umferðin fer fram hálfum mánuði síðar, þann 24. Kosið verður til þings í landinu 12. og 19. júní, að því er kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Forsetakosningar fara fram í Frakklandi á fimm ára fresti. Kosið er í síðari umferð milli frambjóðendanna tveggja sem fá flest atkvæði í fyrri umferðinni. Árið 2017 sigraði Emmanuel Macron Marine LePen með yfirburðum. Macron hefur enn ekki lýst því yfir að hann gefi kost á sér að nýju, en fastlega er búist við því. Einnig þykir líklegt að LePen keppi við hann í síðari umferðinni. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV