Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkert markvert í Kórnum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Ekkert markvert í Kórnum

13.07.2021 - 21:10
HK og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í seinni leik kvöldsins í efstu deild karla í fótbolta. Fátt markvert gerðist í leiknum en stigið dugar gestunum til að komast í 2. sæti deildarinnar. HK er hins vegar enn í fallsæti.

Í Kórnum tóku heimamenn í HK á móti Víkingi Reykjavík. HK var í fallsæti fyrir leikinn þrátt fyrir góðan útisigur gegn Fylki í síðustu umferð. Víkingar unnu einnig síðasta leik sinn en þá skoraði Nikolaj Hansen sigurmark þeirra úr vítaspyrnu í uppbótartíma gegn ÍA. 

Þrátt fyrir fjöruga byrjun tókst hvorugu liðinu að skora í fyrri hálfleik. Víkingar voru betra liðið á vellinum en HK fékk einnig sín færi. Seinni hálfleikur var talsvert rólegri og lítið var um opin færi. Þegar flautað var til leiksloka var staðan því ennþá markalaus og liðiðn fá sitthvort stigið. 

Stigið dugar Víkingi R. til að komast í annað sæti deildarinnar, stigi á undan Breiðabliki sem á leik til góða. HK er áfram í 11. sæti en er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti.