Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yfir þúsund tístum verið eytt vegna kynþáttafordóma

12.07.2021 - 13:48
epa09338757 Federico Bernardeschi of Italy (down) in action against Bukayo Saka of England during the UEFA EURO 2020 final between Italy and England in London, Britain, 11 July 2021.  EPA-EFE/Laurence Griffiths / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: ENGLAND - GETTY POOL
Samfélagsmiðillinn, Twitter, hefur þegar eytt yfir þúsund tístum á miðlinum og lokað fyrir fjölda notenda eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í gærkvöld. Hefur það verið gert vegna fordómafullra ummæla sem notendurnir hafa ritað í garð þriggja leikmanna enska landsliðsins sem allir eru dökkir á hörund. Það eru þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka.

Landsliðsmennirnir þrír fengu yfir sig fjölda hatursfullra skilaboða á samfélagsmiðlum, þrungnum kynþáttafordómum, eftir að þeim mistókst að skora í vítaspyrnukeppninni sem réði úrslitum í leiknum. 

Sjá einnig: Fordæmir kynþáttafordóma í garð leikmanna enska liðsins

Vilhjálmur Bretaprins hefur lýst andúð sinni á ummælunum í garð leikmannanna. Þá hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, einnig fordæmt hegðunina. Lögreglan í Lundúnum hyggst rekja ummælin. 

Þá hafi ummælin verið fundin að mestu með hjálp leitarvélar Twitter sem er sérstaklega hönnuð til þess að hafa uppi á þeim notendum sem brjóta á reglum miðilsins, til dæmis með hatursfullri orðræðu. Fréttamiðillinn Reuters greinir frá málinu í dag.