Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Stólparok og steypiregn í Peking og nærsveitum

12.07.2021 - 05:35
Erlent · Asía · Kína · Veður
epa07789512 People cross the street during a downpour and strong winds brought by Tropical storm Bailu, in Taipei, Taiwan, 24 August 2019. According to local news reports Tropical storm Bailu disrupts air, land and water traffic as it is hitting southern Taiwan. Bailu is located at sea about 100 kilometers of Taitung County of eastern Taiwan, moving at 28 kilometers per hour at a northwesterly direction, with maximum sustained winds of 108 kilometers per hour, with gusts of up to 137 kilometers per hour, according to Taiwan Central Weather Bureau.  EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO
 Mynd: epa
Hundruðum flugferða var aflýst, skólum og ferðamannastöðum lokað og umferð fór úr skorðum þegar stólparok og steypiregn dundu á Peking og nágrenni í morgun. Borgaryfivöld gáfu út viðvörun og hvöttu borgarbúa til að halda sig heima í óveðrinu, sem er það skæðasta sem skollið hefur á höfuðborginni það sem af er ári.

 

Spáð er allt að 100 millimetra úrkomu í dag þar sem verst lætur, og um 700 flugferðum var aflýst á tveimur aðalflugvöllum borgarinnar. Kínverska veðurstofan varaði við þrumum og eldingum, hávaðaroki og skýfalli í Peking og nærsveitum frá því seint í gærkvöld fram á mánudagskvöld. Kínverska ríkissjónvarpið CCTV greindi frá skriðuföllum í norðanverðri borginni og sýndi myndir af grjóthnullungum sem lokuðu þar vegi. Þá er varað við flóðahættu í fjórtán fljótum á óveðurssvæðinu. 

Leik-, grunn- og gagnfræðaskólar eru lokaðir og það eru nokkrir vinsælir ferðamannastaðir í og umhverfis höfuðborgina líka. Þará meðal er einn fjölsóttasti aðgangurinn að sjálfum Kínamúrunum, sem stendur þó enn á sínum stað, hvað sem roki og rigningu líður.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV