Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hótel hrundi í Kína

12.07.2021 - 13:52
Erlent · Asía · Kína
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Einn hefur fundist látinn og tíu er saknað eftir að hótel hrundi í dag í borginni Suzhou í austurhluta Kína. Björgunarmenn hafa fundið sjö á lífi. Þrír eru alvarlega slasaðir að sögn kínverskra fjölmiðla. Borgaryfirvöld segja allt gert til að bjarga fólki úr rústunum. Það hamlar björgunarstarfi að hrunhætta er talsverð.

Í borginni Quanzhou í Suður-Kína hrundi sjö hæða hótel í mars. Þar létust 29. Rannsókn á byggingunni leiddi í ljós að fjórum hæðum hafði verið bætt ofan á bygginguna án leyfis. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV