Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mannskæður jarðskjálfti í Tadjsíkistan

10.07.2021 - 09:04
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia - Wikipedia Commons
Jarðskjálfti reið yfir Austur-Tadsjíkistan á laugardagsmorgun og kostaði að minnsta kosti fimm manns lífið, að sögn yfirvalda.

Skjálftinn sem var af stærðinni 5,9  fannst í höfuðborginni Dushanbe, sem er 165 kílómetra suðvestur af upptökum hans, að því er segir í skeyti frá fréttastofu AFP.

Að sögn neyðarnefndar Tadsjíkistan eyðilögðust tugir húsa og raflínur skemmdust einnig í þremur þorpum í héraðinu Tajikabad, þar sem öll fórnarlömbin bjuggu.

Jarðskjálftinn reið yfir klukkan 07:14 í morgun að íslenskum tíma og átti upptök sín á 10 kílómetra dýpi, að sögn nefndarinnar og ríkisfréttastofunnar Khovar.

Emomali Rakhmon, forseti landsins, hefur í kjölfar skjálftans skipað rannsóknarnefnd undir stjórn forsætisráðherrans. Jarðskjálftar eru tíðir í Tadsjíistan, sem liggur að miklu leyti í fjallendi í Mið-Asíu og á meðal annars landamæri að Afganistan, Úsbekistan og Kirgistan.

Jón Agnar Ólason