Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Bergþór Ólason þingmaður er oddviti listans.
Þingmaðurinn Sigurður Páll Jónsson sækist eftir endurkjöri og situr í öðru sæti listans. Þá er Finney Aníta Thelmudóttir í þriðja sæti.
Í fjórða sæti listans er að finna Ílónu Sif Ásgeirsdóttur og á eftir henni koma þeir Högni Elfar Gylfason, fimmta sæti, og Hákon Hermannsson sjötta sæti.
Tveir Miðflokksmenn náðu kjöri í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2017 og eru það efstu menn listans í ár. Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson.