Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Síðustu bresku hermennirnir á förum frá Afganistan

08.07.2021 - 14:43
epa03466804 British soldiers of NATO's International Security Assistance Force (ISAF) observe Rememberance Sunday for those British soldiers who were killed during war, in Lashkar Gah, provincial capital of volatile Helmand Province, Afghanistan, 11 November 2012. Some 437 British service personnel have been killed in Afghanistan since the start of the conflict in 2001.  EPA/SHER KHAN
 Mynd: EPA
Flestir Bretar sem gegndu herþjónustu með fjölþjóðaliði Atlantsbandalagsins í Afganistan eru nú farnir þaðan. Þeir sem eftir eru koma heim á næstunni, að því er Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingmönnum frá í dag. Hann kvaðst ekki geta upplýst um tímaáætlun heimflutninganna, en langflestir væru farnir.

Alls létust 457 breskir hermenn í Afganistan þau tæplega tuttugu ár sem þeir tóku þátt í aðgerðum gegn talibönum og hryðjuverkamönnum Al-Kaída. Þátttaka Breta í hernaðinum kostaði um það bil fjörutíu milljarða sterlingspunda. Frá árinu 2014 var breski herinn aðallega í hinu róstusama Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans. 

Varnarmálaráðuneytið í Washington greindi frá því fyrr í vikunni að brottflutningur bandaríska herliðsins væri langt kominn. Um það bil níutíu prósent mannafla og búnaðar hefðu þegar verið flutt þaðan.