Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Óvænt hitabylgja í Norður-Noregi

08.07.2021 - 21:50
Erlent · Evrópa · hitabylgja · Noregur · veður
Mynd: skjáskot úr myndbandi frá EBU / skjáskot úr myndbandi frá EBU
Veðrið hefur leikið við Norðmenn undanfarna daga. Þar hefur verið hitabylgja og hitinn hæst farið í þrjátíu og fjórar gráður. 

Í héraðinu Troms og Finnmörku í Norður-Noregi hefur verið sannkölluð hitabylgja því hitinn hefur farið yfir 28 gráður þrjá daga í röð. Það sem af er júlímánuði hefur verið hitabylgja í níu af ellefu héröðum landsins. 

Á nokkrum stöðum í héraðinu Norðurlandi hefur hitinn mælst 20 gráður að næturlagi. Í sveitarfélaginu Saltdal fór hitinn í þrjátíu og fjórar gráður fyrir stuttu, sem er aðeins 1,6 gráðu frá hitameti landsins, sem er 35,6 gráður. 
 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir