Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heildarfjöldi frjókorna á Akureyri sá mesti síðan 2005

Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Heildarfjöldi frjókorna sem mældist á Akureyri í liðnum júnímánuði er sá mesti frá árinu 2005. Það virðist því ekki hafa komið að sök að kalt væri í veðri á Norðurlandi framan af júnímánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Flest frjókornanna voru birkifrjó en heildartala þeirra var með því mesta sem mælst hefur frá því að mælingar hófust, þrátt fyrir að birkifrjó hafi mælst óvenjufá í maí.   

 

Mynd með færslu
 Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Í Garðabæ var ekki sömu sögu að segja en þar mældust frjókorn óvenjufá. Slíkt hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 2018. Þetta gæti mögulega tengst því að sólarstundir voru fáar og óvenjukalt var í veðri í júnímánuði. Þá hafa birkifrjó á höfuðborgarsvæðinu ekki mælst færri í aldarfjórðung. Þó má búast við að grasfrjó mælist hærri bæði í júlí og ágúst þegar aðalfrjótími grasa er. Það greindust alls 15 frjógerðir í Garðabæ og 19 á Akureyri.

Mynd með færslu
 Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands