Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Framtíð Keldna í óvissu

Mynd með færslu
 Mynd: Grafík - RÚV
Framtíð rannsóknarstofunnar á Keldum er í óvissu vegna samninga ríkis og borgar um uppbyggingu í Keldnalandi.

Þetta segir í Morgunblaðinu í dag.

Rannsóknastöð háskólans í meinafræði hefur verið starfrækt á Keldum í sjötíu ár og er landið í ríkiseigu. Samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga, samgöngusáttmálanum, mun ríkið gefa Keldnaland til Betri samgangna, sem selur lóðir og nýtir ágóðann til framkvæmda.

Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur ónæmisfræðing, en hún segir að svo virðist sem tilvist Keldna hafi gleymst þegar ríkið samþykkti að gefa frá sér landsvæðið.

Keldnaland er 85 hektarar, en starfsemi rannsóknarstofunnar er þar af um tólf hektarar.

Árni Mathiesen, stjórnarformaður Betri samgangna, segir í samtali við blaðið að margar góðar lausnir séu í stöðunni. Ríkið geti til dæmis keypt landið til baka af Betri samgöngum og tryggt þannig framtíð rannsóknarstofunnar.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV