Mart Latte, ræðismanni Eistlands í Sankti Pétursborg, var í dag vísað frá Rússlandi. Leyniþjónusta landsins tilkynnti í gær að hann hefði verið handtekinn þegar hann tók við leyniskjölum af rússneskum ríkisborgara. Ræðismaðurinn hefur tvo sólarhringa til að fara á brott.