Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Rússar vísa ræðismanni úr landi

07.07.2021 - 15:07
epa09326792 An exterior view of the General Consulate of Estonia in St. Petersburg, Russia, 06 July 2021. Russian intelligence officers have detained the Estonian consul after he allegedly received classified information from a Russian citizen, according to local reports.  EPA-EFE/Anatoly Maltsev
Skrifstofa ræðismanns Eistlands í Sankti Pétursborg. Mynd: EPA-EFE - EPA
Mart Latte, ræðismanni Eistlands í Sankti Pétursborg, var í dag vísað frá Rússlandi. Leyniþjónusta landsins tilkynnti í gær að hann hefði verið handtekinn þegar hann tók við leyniskjölum af rússneskum ríkisborgara. Ræðismaðurinn hefur tvo sólarhringa til að fara á brott.

AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins í Tallinn að enginn fótur sé fyrir ásökunum Rússa. Þær séu einungis nýjasta ögrun þeirra gagnvart vestrænum ríkjum.

Fyrr á árinu var ræðismaður Úkraínu í Sankti Pétursborg rekinn úr landi eftir að leyniþjónustan FSB tilkynnti að hann hefði verið gripinn við að reyna að verða sér úti um viðkvæmar upplýsingar frá rússneskum ríkisborgara. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV