Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Næturstrætó kemur ekki aftur í náinni framtíð

07.07.2021 - 14:31
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Næturstrætó sem hóf göngu sína í janúar 2018 og hefur legið í dvala frá upphafi kórónuveirufaraldursins mun ekki hefja göngu sína á ný. Allavega ekki í náinni framtið. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., í samtali við fréttastofu.

Fjárhagsstaða Strætó bs. hafi verið slæm í faraldrinum og einhvers staðar hafi þurft að skera niður. Næturstrætóinn hafi aldrei verið mikið notaður og því hafi hann legið best við höggi. Guðmundur Heiðar vekur þó athygli á því að hann sé ekki endilega búinn að vera en hann sé ekki væntanlegur aftur í náinni framtíð. 

Næturstrætóinn gekk úr miðborg Reykjavíkur um helgar til fjögur að morgni. Skemmtanaglaðir borgarbúar þurfa því framvegis að koma sér heim með öðrum leiðum, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós.