Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Mestu gjaldeyriskaup Seðlabankans frá febrúar 2017

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Seðlabanki Íslands keypti evrur fyrir 18,2 milljarða króna á viðskiptadögum júnímánaðar. Evrurnar sem keyptar voru telja 124 milljónir. 12,7 af 18,2 milljörðunum sem Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir voru keyptar næstu tvo daga eftir að hlutafjárútboði Íslandsbanka lauk.

Krónan styrktist á móti evru í júní. Í lok mánaðar stóð evran í 146,5 krónum samanborið við 147,6 krónur í lok maí. Krónan veiktist þó gagnvart Bandaríkjadal og fór dalurinn úr 121,0 kr í 123,2 milli mánaða. Þetta kemur fram í hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.

Seðlabanki Íslands greip inn í markaðinn sex viðskiptadaga af 18 í júní mánuði en kaup SÍ í mánuðinum eru þau mestu á gjaldeyri siðan í febrúar 2017.
 

 

Andri Magnús Eysteinsson