Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Tvær konur urðu fyrir eldingu og létust í Noregi

04.07.2021 - 18:29
Erlent · eldingar · Noregur · Evrópa
Mynd með færslu
 Mynd: Andreas Vartdal - Wikipedia
Tvær konur létust í fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi í kvöld eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þriðja konan liggur á sjúkrahúsi með alvarlega áverka.

Konurnar þrjár voru saman á göngu á fjallinu Melshorni í sveitarfélaginu Hareid, en lögreglan vill ekki greina nánar frá tengslum þeirra. Þá hefur löregla ráðið fólki frá því að ganga á fjallið. 

Veðrið hefur breyst hratt í sveitarfélaginu á nokkrum klukkutímum, en þungskýjað og nokkur rigning var áður en eldingu laust niður á fjallið, sem er um 670 metra hátt og vinsælt útivistarsvæði.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV