Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrír látnir vegna fellibylsins Elsu

04.07.2021 - 23:25
epa09320655 A view of intense waves in the avenue of the Malecon, during the passage of tropical storm Elsa in Santo Domingo, Dominican Republic, 03 July 2021. The winds of Elsa, the first hurricane of 2021 in the Atlantic basin, weakened in the last hours and became a tropical storm again as it approached the island of Hispaniola (Dominican Republic and Haiti), reported the US National Hurricane Center (NHC).  EPA-EFE/Orlando Barria
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Einn lést í Sankti Lúsíu og fimmtán ára drengur og kona á áttræðisaldri létust í Dóminíkanska lýðveldinu vegna fellibylsins Elsu sem ríður nú yfir Karíbahafið. 180 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Kúbu, þó krafturinn hafi aðeins dregist úr Elsu og hún teljist nú hitabeltislægð.

Viðvörun er í gildi víða á Kúbu, auk Jamaíku og suðvesturströnd Flórída. Al Jazeera greinir frá því að stjórnvöld á Kúbu hafi opnað neyðarskýli og reyna að vernda sykurreyr- og kakóuppskeru landsins. 

Bandaríska fellibyljamiðstöðin segir lægðina vera að grynnka, og hún verði að öllum líkindum grynnri þegar hún nær til Flórídaskaga á morgun. Þó eru einhverjar líkur á að hún styrkist á ný.

Elsa náði styrk fyrsta stigs fellibyls allt til laugardagsmorguns. Hún olli miklu tjóni víða á eyjum í austanverðu Karíbahafi. Auk mannfalla á Sankti Lúsíu og Dóminíkanska lýðveldinu urðu talsverðar skemmdir á mannvirkjum. Yfir 1.100 manns greindu frá skemmdum á mannvirkjum á Barbados, þar af gjöreyðilögðust 62 heimili.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV